Fundargerð aðalfundar Foreldrafélags Laugalandsskóla 2014

Fundargerð aðalfundar Foreldrafélags Laugalandsskóla

Fundarstaður: Matsalur Laugalandsskóla     Dagsetning og tími 07. október 2014 kl. 19.30

Mættir eru allir í stjórn Foreldrafélagsins ásamt 9 öðrum félögum foreldrafélagsins samtals 14 manns.

 1. Formaður setti fundinn og bauð fólk velkomið.
 2. Hulda Brynjólfsdóttir var kosin fundarstjóri
 3. Rán Jósepsdóttir var kosin fundarritari
 4. Hulda tók við stjórn fundarins og þakkar traustið í fundarstjórn.

 

 1. Skýrsla formanns Foreldrafélags Laugalandsskóla.

Guðrún Lara fór í gegnum það helsta sem gert hefur verið í foreldrafélaginu á síðasta skólaári:  Starfsemi foreldrafélagsins hefur verið með hefðbundunu sniði.  Megin tekjur félagsins komu af bingóum og sumardagsins fyrsta hátíðinni.  Bingóin og sumardagsins fyrsta hátíðin voru mjög vel sótt. Foreldrafélagið er þakklátt þeim einstaklingum og fyrirtækjum sem gefa vinninga á bingóin.

Gjafir sem gefnar hafa verið á síðastliðunu skólaári eru:

 • Borðtennisspaðar og borðtennisboltar
 • 8 fótboltar
 • 4 körfuboltar
 • Perlur fyrir dagskólann
 • 2 Ipad spjaldtölvur

Andvirði gjafanna er samtals á þriðja hundrað þúsund.

Guðrún Lára sagði frá fyrirlestri sem var haldinn í nóvember á síðast ári á vegum Heimilis og skóla sem bar yfirskriftina Internetið – jákvæð og örugg notkun barna og unglinga.  Þetta var erindi sem Hafþór Barði Birgisson tómstunda-og félagsmálafræðingur hélt.

 1. Skýrsla frá skólaráði

Rán Jósepsdóttir fór í gegnum það sem skólaráðið hefur tekið fyrir á síðasta skólaári.

 • Farið yfir skólalykilinn og starfsmannahandbókina. Rit um myndirnar sem hanga á veggjum Laugalandsskóla kynnt. Fjárhagsáætlun yfirfarin og samþykkt. Ný valgrein fyri , 9. og 10. bekk er leikskólaval.  Innra mat skólans kom vel út bæði fyrir nemendur og kennara.
 1. Reikningar

Brynja Jónasdóttir lagði fram reikinga félagsins. Félagið á 340.171 kr. í sjóði.  Brynja opnaði fyrir umræður.

 • Ábending um breytt orðalag það er að nota frekar gjöld umfram hagnað frekar en orðið tap.
 • Hulda Meiri-Tungu talaði um að nýta peningana frekar en að geyma þá.

Ekki voru aðrar athugasemdir og voru reikningar samþykktir samhljóða.

 1. Breytingar á lögum: Ekkert sem liggur fyrir varðandi breytingar á lögunum.
 1. Kosningar
  • Guðrún Lára Sveinsdóttir (formaður) og Hannes Birgir Hannesson (meðstjórnandi) mega ganga úr stjórn. Þau gefa bæði kost á sér áfram. Ekki eru aðrir sem hafa gefið kost á sér og voru þau kosin með lófataki.
  • Skólaráð. Katrín Sigurðardóttir er fulltrúi í skóaráði og er hún búin að sinna því í tvö ár.  Hún getur því hætt, en gefur kost á sér áfram. Enginn annar gefur kost á sér og var Katrín kosin með lófataki.

Önnur mál.

 • Kristín Sigfúsdóttir aðstoðararskólastjóri. Þakkar fyrir gjafirnar sem skólinn hefur fengið frá foreldrafélaginu. Hún talaði um það hversu gott þetta væri fyrir nemendur skólans en umfram allt hversu dýrmætt jákvætt viðmót foreldrasamfélagsins væri fyrir skólann.
 • Brynja Jónasdóttir kemur með tillögu um að hækka gjald í foreldrafélgið um 500 krónur eða í 1000 krónur. Umræða myndaðist um tilgang með hækkuninni.  Ýmsar skoðanir komu fram á þessu máli. Ákveðið var eins og stendur í lögum að stjórnin tekur ákvörðun um að hækka gjaldið í foreldrafélagið ef ástæða þykir til.  Samkvæmt lögunum (11. grein)  á stjórnin að sjá um að taka þessa ákvörðu. Ekki verður gjaldið  hækkað að svo stöddu.
 • Hulda sagði að nú sem aldrei fyrr er þörf á að foreldrar standi saman um skólann okkar. „Verðandi skóli byggist upp á því hvar verðandi mæður vilja vera“.
 • Tillaga kom um að hressa upp hátíðina á sumardaginn fyrsta með því að fá jafnvel  skemmtikraft eða ný atriði eins og t.d. reipitog yfir sundlaugina eða eitthvað til að trekkja unglingana líka að skemmtuninni.
 • Útiaðstaðan. Dregarar komnir fyrir palla og tilbúið til þess að leggja klæðningu á, staurar í girðingu eru komnir.  Bjarni Jón vill að það þorni til að hægt sé að jafna og   gera tilbúið til að vinnudagur geti orðið þar sem foreldrar koma og hjálpa til við að setja klæðninguna á og jafnvel klára girðinguna.  Þetta verður líklega á laugardegi og foreldrafélagið sér líklega um að gefa vinnumönnunum að borða.  Bjarni Jón ætlar að vera sjálfur verkstjóri.
 • Fundarfólk var beðið um að koma með uppástungur varðandi fyrilestra á þessu skólári.
 •          Fjármál, Jón Jónsson nær vel til krakkanna og þau vilja koma að sjá hann
 •          Einelti
 •          Jafnréttismál
 •          Blátt áfram
 • Rætt var hvort sniðugt væri að hafa eitthvað samstarf við foreldrafélagið á Hellu varðandi fræðslu.  Þá væri jafnvel hægt að bjóða upp á fleirri fræðsluerindi þar sem kostnaðurinn dreyfist á fleiri.
 • Hulda í Meiri-Tungu lagði til að við hefðum fræðslu sem væri bæði fyrir foreldra og nemendur. Þá gætu foreldrar og nemendur rætt málin þegar heim væri komið og þá virkaði fræðslan dýpra. Margir sammála þessu.
 • Spurning frá Arndísi Arnkötlustöðum varðandi surmardaginn fyrsta. Hver á að sjá um hvað? Hver á að borga hvað? Guðrún svarar því þannig að hún var ekki viss í fyrra um það hvernig þetta ætti að vera enda ekkert til skriflegt um þessi mál.Arndís benti á að foreldrarnir hefðu skipt kostnaðinum á milli sín. Spurning hvort það sé réttlátt að þegar litlir árgangar eru að foreldrarnir sjái um að greiða fyrir allt á móti því þegar stórir árgangar eru.
 • Tillaga um að gera þurfi skjal um hvað þurfi að kaupa eins og pulsur ofl.  Einnig þarf að gera verklagsreglur um annað varðandi þennan dag. Hvaða bekkir gera hvað og hvernig, þannig að allir þurfi ekki að finna upp hjólið eins og verið hefur undan farinn ár.
 • Rætt um að það gæti verið sniðugt að fá tengiliðina í þeim bekkjum sem eiga að sjá um þetta, til að hóa bekknum saman og láta vita hver á að gera hvað. Það er þá í höndum stjórnar að tala við tengiliðina varðandi þetta skipulag ásamt því að útbúa þessi skjöl og halda utan um þau.
 • Rætt um heimasíðuna, að við nýtum okkur að lesa fréttir sem eru settar reglulega inn og skoða myndir. Jákvætt að fá upplýsingar um skólastarfið, nokkrar línur um hvað var um að vera síðustu viku o.s.fr.

Fundi slitið kl. 20:26

This entry was posted in Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s