Fundargerð aðalfundar Foreldrafélags Laugalandsskóla 2015

Fundargerð aðalfundar Foreldrafélags Laugalandsskóla

Fundarstaður: Matsalur Laugalandsskóla                 Dagsetning og tími 6. október 2015 kl.19:30

Mættir voru allir úr stjórn Foreldrafélasins ásamt 8 öðrum samtals 13 manns.

 1. Formaður setti fundinn og bauð fólk velkomið
 2. Engilbert Olgeirsson var kosinn fundarstjóri
 3. Rán Jósepsdóttir var kosin fundarritari
 4. Engilbert tók við stjórn fundarins

 

 1. Skýrsla formanns Foreldrafélags Laugalandsskóla Guðrún Lára fór í gegnum það helsta sem gert hefur verið í foreldrafélaginu á síðasta skólaári:
 • Bingóin gengu vel og töluverð innkoma var af þeim.
 • Sumardagurinn fyrsti var með hefðbundnu sniði, líkt og undanfarin ár.

Fyrirlestrar á síðasta skólaári:                                                                                      Foreldafélagið var í samstarfi við önnur foreldrafélög og íþróttafélögin í sýslunni og haldnir voru tveir sameiginlegir fyrirlestrar. Fyrri fyrirlesarinn var Sigurður Ragnar Eyjólfsson fyrrverandi þjálfari ÍBV í knattspyrnu og fyrrum þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta. Fyrirlestur sem bar yfirskriftina: Hvað þarf til að ná árangri? Var sæmilega mætt á fyrirlesturinn eða um 50 manns.  Seinni fyrirlesturinn var bar yfirskriftina „Jafnrétti og hamingja“ og var fyrirlesari Hanna Björg Vilhjálmsdóttir kennari í kynjafræði. Hún fjallaði m.a. um stelpu- og strákamenningu og hvernig klámvæðing hefur áhrif á samfélagið og einstaklingana. Dræm mæting var á þennan fyrirlestur.

 Styrkir til skólans á síðastliðnu skólaári:                                                                                    Keyptir nýir jólasveinabúningar. Kvenfélögin þrjú, Lóa, Eining og Framtíðin ásamt Garpi og Foreldrafélagi Laugalandsskóla fjárfestu í þessum búningum. Þá fékk dagskólinn 30.000 kr. styrk vegna kaupa á leikföngum.

 

Skýrsla frá skólaráði
Rán Jósepsdóttir kynnti það sem skólaráðið tók fyrir á síðasta skólaári.

Farið var yfir:

-skólalykilinn.

-starfsmannahandbókina.

-innra mat skólans frá árinu 2009 til ársins 2014 og kemur það mjög vel út bæði fyrir nemendur og kennara.

– valgreinar skólans.

-drög að fjárhagsáætlun yfirfarin og samþykkt af skólaráði. Helstu breytingar í kostnaði er aukin kostnaður við skólaakstur en það kemur vegna fjölgunar barna í skólanum.

 

 1. Reikningar

Brynja Jónasdóttir lagði fram reikninga félagsins og fór yfir þá.  Félagið á í dag 465.785 kr. í sjóði.  Árgjald félagsins verður áfram 1.000 krónur á heimili. Ekki voru neinar athugasemdir gerðar við reikningana og voru þeir samþykktir samhljóða.

 

 1. Breytingar á lögum

Engar lagabreytingar lágu fyrir en rætt var um að breyta þurfi orðalagi í 9. grein laga foreldrafélagsins þar sem talað er um að kosning í skólaráð sé til eins árs í senn en fram kemur í 8. grein sömu laga að fulltrúar í skólaráði séu kosnir til tveggja ára í senn.

 

 1. Kosningar

Kosning í foreldrafélagið:

Nú gefst þremur stjórnameðlimum kostur á að ganga úr stjórn þar sem þeir hafa setið í tvö ár. Það eru þau Brynja Jónasdóttir, Yngvi Karl Jónsson og Rán Jósepsdóttir. Brynja og Yngvi Karl ætla að ganga úr stjórn en Rán gefur kost á sér til áframhaldandi setu í Foreldrafélaginu.

Enginn á fundinum gaf kost á sér í stjórn, en búið var að tala við Erlend Ingvarsson og Kristínu Ósk Ómarsdóttur og gefa þau bæði kost á sér.  Fundurinn samþykkti samhljóða kosningu þeirra í stjórn Foreldrafélagsins.

Varamenn foreldrafélagsins:

Varamenn eru kosnir Borgþór Helgason og Lea Helga Ólafsdóttir.

Kosning í skólaráð:

Rán Jósepsdóttir hefur verið í skólaráði s.l. tvö ár og gefur kost á sér áfram.

Katrín Sigurðardóttir hefur verið annar fulltrúi foreldra í skólaráði, en hún var kosin til tveggja ára í fyrra.

Skoðunarmaður reikninga er Kristján Pálsson og gefur hann kost á sér áfram.

 

Brynju Jónasdóttur og Yngva Karli Jónssyni voru þökkuð vel unnin störf fyrir Foreldrafélagið undanfarin tvö ár.

 

 1. Önnur mál:
 2. Færanlegar hlóðir:

Rætt var um beiðni frá kennurum um hlóðir sem kennarar vilja gjarnan fá til að nýta bæði í heimilisfræði sem og við önnur tækifæri. Þetta eru hlóðir sem hægt er að færa til og nýta í ferðalögum og á útikennslusvæðinu.  Hlóðunum fylgir ýmiskonar fylgihlutir s.s. panna, pottur, hliðarborð, hanskar og ketill. Allur pakkinn kostar 173.100 krónur. Allir fundarmenn voru samþykkir þessum kaupum.

 1. Vélsögin í skólanum:

Vélsög skólans gefur frá sér mikinn hávaða. Fram kom fyrirspurn hvort hægt væri að kaupa hljóðláta bandsög fyrir málmsmíðina sem kostar í kringum 120-130 þúsund. Hugsanlega væri hægt að selja gömlu sögina.  Borgþór tók að sér að skoða þetta frekar og ætlar ræða við Sigurjón skólastjóra um málið.

 1. Gervigras á sparkvellinum við skólann:

Á fundinum var skorað á Foreldrafélagið að það beiti sér fyrir því að gervigrasið á sparkvellinum á Laugalandi verði endurnýjað. Gervigrasið á vellinum er talið vera heilsuspillandi. Stjórn Foreldrafélagsins var falið að senda ályktun frá fundinum um þetta efni til sveitastjórna Rangárþings ytra og Ásahrepps.

Ályktun fundarins varðandi gervigras á sparkvelli:

Aðalfundur Foreldrafélags Laugalandsskóla haldinn 6. október 2015 skorar á sveitastjórnir Rangárþings ytra og Ásahrepps að skipta um yfirborð/gerviefni á KSÍ sparkvelli að Laugalandi. Ástæðan er undangengnar umræður í þjóðfélaginu sem og erlendar rannsóknir um skaðsemi efna í gervigrasinu.

Tillagan samþykkt samhljóða.

 1. Hljóðnemar við skólann:

Fram kom beiðni frá skólanum um kaup á nýjum hljóðnemum, en eldri hljóðnemar eru margir hverjir úr lagi gengnir eftir mikla notkun.  E.t.v. er hægt að tala við Pétur Einarsson hljóðmann um hvað sé rétt að kaupa í þessum efnum. María Carmen ætlar að tala við Stefán Þorleifsson tónlistarkennara um hvað honum finnst að kaupa eigi og hver verðmiðinn sé og verður þetta  þá tekið upp aftur í stjórn félagsins.

 1. Útistofa:

Umræða um að þar gerist hlutirnir heldur hægt.  Gróðurhúsið er á bið en enginn veit af hverju. Stefnan er að samnýta gróðurhúsið og útiaðstöðuna með leikskólanum sem er frábær viðbót fyrir báðar stofnanirnar.  Allir á fundinum sammála um að þetta gróðurhús eigi að rísa sem fyrst.  Formanni Foreldrafélagsins er falið að ræða við Sigurjón varðandi gróðurhúsið og hug fundarins til þess.

 1. Leiktæki fyrir dagsskólann:

Eins og undanfarin ár vantar leiktæki í dagskólann og ákveðið  að leggja 30 þúsund kr. í verkefnið, eins og gert var í fyrra.

 1. Leiktæki fyrir sundlaugina: Rætt um kaup á leiktækjum, e.t.v. eitthvað íþróttatengt fyrir sundlaugina hér á Laugalandi. Ýmis konar leiktæki sem myndi líka nýtast við sundkennslu. Vilji foreldrafélagsins er að til séu samskonar leiktæki í sundlauginni á Laugalandi og til eru á Hellu. Ekki er hægt að setja pening í þetta á þessu ári en hugsanlega á því næsta.

 

 1. Hvað á félagið að eiga mikinn pening?:

Hvað er réttlætanlegt að eyða miklu í innkaup á þessu ári? Umræða myndaðist um tekjur og gjöld. Hvað ætlum við að kaupa og hvað viljum við eiga mikið í sjóði? Flestir sammála um að tilgangurinn sé ekki að safna fé heldur nýta það til góðra verka fyrir skólann. Allir sammála um að foreldrafélagið stjórni því hvað keypt er, en ekki skólastjóri eða kennarar. Gott að fá tillögur frá þeim sem foreldrafélagið skoðar svo eins og gert hefur verið í ár.

 1. Verð á bingóspjöldum:

Óvart voru bingóspjöld seld á 500 kr. í páskabingóinu í fyrra í stað 300 kr. eins og verið hefur undanfarin 10-15 ár. Umræður mynduðust um verð á bingóspjöldunum einhverjir vilja halda í 300 kr. En öðrum finnst eðlilega að spjöldin hækki m.t.t. verðbólgu og flottari vinninga.  Ákveðið var að fara milliveginn og hækka spjaldið um 100 krónur eða í 400 kr.

 1. Sýnileiki foreldrafélagsins:

Þegar Foreldrafélagið gefur gjafir til skólans eða samfélagsins að fá þá mynd af afhendingunni í Stafinn og jafnvel Dagskránna líka. Einnig væri sniðugt að nefna á bingóunum hvað keypt var fyrir ágóða bingósins skólaárið á undan.

 

 1. Fyrirspurnir frá stjórn til fundarins:
 2. Hvaða álit hefur fundurinn á því að halda áfram að hafa fyrirlestra þrátt fyrir litla mætingu foreldra?

Allir fundargestir sammála því að halda eigi áfram fyrirlestrum um góð og gild málefni fyrir okkar góða samfélag.  Mikil ánægja meðal fundargesta með samstarf um fyrirlestra með hinum skólunum í sýslunni sem og íþróttafélögunum.  Rætt um að sniðugt væri að senda upplýsingar á sveitafélögin Rangárþing ytra og Ásahrepp þegar fyrirlestrar eru svo hægt sé að setja upplýsingar um þá inn á heimasíður sveitafélaganna.

 1. Sumardagurinn fyrsti, hvað finnst fundarfólki um að færa hátíðina yfir á síðasta vetrardag, líkt og gert hefur verið á Hellu og Hvolsvelli?

Ýmsar vangaveltur voru á fundinum, en flestir voru sammála því að prófa nýtt fyrirkomulag ef hátíðin rekst ekki á eitthvað annað sem krakkarnir í skólanum eru að gera þennan dag (síðasta vetrardag).

 

Fleira ekki tekið fyrir á fundinum og fundi slitið kl.21:15.

This entry was posted in Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s