Fundargerð stjórnarfundar Foreldrafélags Laugalandsskóla
Fundarstaður: Sjónarhóll Dagsetning og tími: 9. nóvember 2016 kl. 20:00.
Mætt voru: Markús Óskarsson, Erlendur Ingvarsson, Kristín Ósk Ómarsdóttir, Åsa Ljungberg og Rán Jósepsdóttir.
Dagskrá fundarins:
- Kosið í stöður stjórnar:
– Gjaldkeri, Erlendur Ingvarsson.
– Ritari er áfram Rán Jósepsdóttir.
– Varaformaður, Markús Óskarsson.
- Farið yfir fundargerð aðalfundar Foreldrafélagsins
Kristín Ósk las upp fundargerð aðalfundar og rædd voru eftirfarandi mál:
- Rukkun fyrir að vera í foreldrafélaginu, spurning af hverju rukkun er stíluð á mæður barna, væri rétt að reikningurinn væri stílaður á lögheimili barna, Kristín ætlar að skoða þetta.
- Mentor og Feisið, umræða um að foreldrafélagið hafi aðgang að Mentor til að geta sent út upplýsingar og auglýsingar frá foreldrafélaginu. Einnig var umræða um það hvort foreldrafélgið ætti að hafa facebooksíðu til að foreldrar geti komið skoðunum og öðru á framfæri.
- Bréf frá foreldri í foreldrafélaginu um að skjólasjóri Laugalandsskóla vilji ekki auglýsa Holoween ball sem var á vegum félagsmiðstöðarinnar Hellisins. Formaður ætlar að ræða við Guðmund Jónasson, sem er annar af starfsmönnum félagsmiðstöðvarinnar, um að Foreldrafélagið fá upplýsingar beint til sín og geti svo sett upplýsingarnar inn á facebookarsíðu foreldra þegar hún verður komin upp.
- Gervigrasvöllur. Við höfum fengið þær upplýsingar að grasinu á gervigrasvellinum verði skipt út fyrir hollara/betra gras í vor. Sveitarfélögin eru búin að fá tilboð í skipti á báðum völlunum í sveitafélaginu. Þessu þarf að vera lokið fyrir haustið 2017 samkvæmt ábendingu frá ráðuneytinu.
- Ávextir í skólanum. Í boði er einungis epli, appelsínur, perur og banananar og aðeins einn ávöxtur í hvert skipti. Umræða um að það séu fáir/lítið af ávöxtum í boði og að börnin fái ekki nema einn eða tvo bita í hvert skipti. Ætlum að skoða þetta aðeins áfram og sjá hvernig landið liggur.
- Ritföng og bækur. Búið að senda á Ágúst sveitarstjóra ályktunina sem gerð var á aðalfundi Foreldrafélagsins, varðandi kaup á ritfönum fyrir nemendur skólans en þar er vísað í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
- Upplýsingar á heimasíðu skólans. Sigurjón skólastjóri segir það vera sjálfsagt að setja upplýsingar fyrir Foreldrafélagið inn á heimasíðuna.
- Jólabingó.
Haldið föstudagskvöldið 25. nóvember. Kristín Ósk ætlar að senda út á alla bekkjartenglana að þeir eigi að afla vinninga fyrir jólabingóið sem er eftir hálfan mánuð. Auglýsa á í stafnum ef hann er að koma út á næstu dögum einnig auglýsa í gegnum Mentor. Rán og Åsa verðum ekki á staðnum og því ákveðið að tala við varamenn í Foreldrafélaginu til að koma og hjálpa til í jólabingóinu. Vinningum verður hægt að skila í eldhúsið til Dýu eða koma með þá tímanlega um kvöldið. Muna eftir að hafa auka vinninga ef tveir eða fleiri fá bingó á sama tíma.
Ákveðið hefur verið að taka þátt í fræðslufyrirlestri um kvíða barna og ungmenna í samstarfi við hin foreldrafélögunum í sýslunni þ.e. í Grunnskólanum á Hellu og Hvolsskóla. Fyrirlesturinn er frá Hugarfrelsi og ber nafnið „Kvíði barna og unglinga– aðferðir sem reynst hafa vel“. Öllum foreldrum og forráðamönnum ásamt börnum skólanna þriggja er boðið á fyrirlesturinn.
Fyrirlesturinn verður haldinn í menningarsalnum á Hellu.
Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og fundi slitið kl.21:50,
fundarritari Rán Jósepsdóttir