Stjórnarfundur Foreldrafélags Laugalandsskóla
Fundarstaður: Ráðagerði. Dagsetning og tími: 12. september 2016 kl. 20:30.
Mætt voru: Guðrún Lára Sveinsdóttir formaður, Hannes Birgir Hannesson meðstjórnandi, Kristín Ósk Ómarsdóttir gjaldkeri, Erlendur Ingvarsson meðstjórnandi og Rán Jósepsdóttir ritari.
Dagskrá fundarins:
- Stjórn foreldrafélagsins
Í fyrra voru Erlendur, Kristín og Rán kosin til tveggja ára. Guðrún Lára og Hannes Birgir voru kjörin til tveggja ára 2014 og geta því hætt í stjórn. Guðrún Lára kýs að gera það, en Hannes Birgir ætlar að hugsa málið. Auglýsa á stöðurnar lausar í fundarboði aðalfundar foreldrafélagsins.
- Lög foreldrafélagsins
Farið var yfir lögin og gerðar tillögur að breytingum fyrir aðalfund.
- -3. grein laganna – óbreytt.
- gr. Rætt um skipun stjórnar. Stjórnin hefur verið skipuð tveimur úr Ásahreppi og þremur úr Rangárþingi ytra. Stjórn telur þetta fyrirkomulag orðið úrelt og leggur til að þessari grein verði breytt og hljómi þá svona:
„ Stjórn félagsins skal skipuð fimm foreldum/forráðamönnum. Æskilegt er að þar af sé einn sem einnig er fulltrúi í skólaráði. Stjórnarmenn skulu kosnir á aðalfundi til tveggja ára í senn, þrír stjórnarmenn annað árið og tveir hitt. Kynjahlutföll skulu vera sem jöfnust. Formaður skal kosinn sérstaklega, að öðru leyti skiptir stjórnin með sér verkum. Auk formanns skal stjórnin skipuð varaformanni, ritara, gjaldkera og einum meðstjórnanda. Aldrei skulu fleiri en þrír ganga úr stjórn í einu. Falli atkvæði jöfn ræður hlutkesti. Á stjórnarfundi ræður meirihluti atkvæða niðurstöðu mála. Daglega umsjón félagsins annast gjaldkeri. Firmaritun félasins er í höndum gjaldkera“.
- gr. Bekkjartenglar. Samkvæmt lögum foreldrafélagsins eiga bekkjarfulltrúar að starfa á vegum foreldrafélagins. Svo er ekki í raun en skólinn/kennarar hafa alfarið séð um þessi mál.
Stjórnin leggur til að þessi grein verði alveg felld út úr lögum foreldrafélagsins.
- grein laganna – óbreytt.
- grein. Breytingartillaga þess efnis að þessi grein verði tekin út þar sem fulltrúaráð er ekki til.
- grein laganna – óbreytt.
- grein laganna – óbreytt.
- grein laganna – óbreytt.
- grein. Breyting á orðalagi. Stjórn leggur til að greinin hljóði svona:
„Félagsgjöld skulu ákveðin af stjórn, eitt gjald fyrir hvert heimili og sér gjaldkeri um innheimtu.“
- grein laganna – óbreytt.
- grein laganna – óbreytt.
- Tímasetning aðalfundar Foreldrafélagsins
Rætt um að hafa aðalfund foreldrafélagsins á mánudegi eða miðvikudegi í byrjun október kl. 19:30. Guðrún Lára sér um að boða fundinn.
- Gervigras á sparkvelli á Laugalandi
Rætt um hvenær skipta á um gervigras á sparkvellinum að Laugalandi. Ásahreppur hefur sagst vera tilbúinn þegar Rangárþing ytra gefur grænt ljós. Guðrún Lára ætlar að senda póst á sveitafélögin með von um svör við þessu fyrir aðalfund foreldrafélagsins.
- Nestismál í skólanum
Foreldri kom að máli við Kristínu Ósk og bað um að athugað yrði hver munurinn væri á fæðisgjaldi milli skólanna (Hellu og Laugalands) og hvað væri innifalið í því gjaldi í hvorum skóla fyrir sig. Viðkomandi taldi að foreldrar barna í Laugalandsskóla væru að greiða hærra gjald fyrir matinn en foreldrar barna í Helluskóla. Eins væri boðið upp á ávexti í nesti á Hellu og þyrftu börn því ekki að koma með nesti í skólann. Stjórnarmeðlimir eru þessu ekki kunnugir en Guðrún Lára ætlar að senda fyrirspurn á skrifstofu Rangárþings ytra um þessi mál.
- Ritföng og bækur
Umræða um hvort stílabækur og önnur ritföng ættu að vera keypt af skólanum sem svo úthlutar þessu til barnanna til notkunar í skólanum. Foreldrar greiða þá ákveðna upphæð til skólans og hafa þá allir eins stílabækur og ritföng. Stjórn sammála því að þetta væri ákjósanlegt. Ákveðið að Guðrún Lára sendir fyrirspurn varðandi þetta.
- Tímasetning árshátíðar
Fyrirspurn til stjórnar varðandi tímasetningu árshátíðarinnar í skólanum. Finnst mörgum árshátíðin vera heldur seint þar sem hún er oft ekki búin fyrr en milli kl. 22 og 23. E.t.v. hægt að flýta henni um 30 mínútur, það myndi breyta töluverðu fyrir yngstu börnin. Verður lagt fyrir fund í skólaráði.
- Gjöld á árshátíðinni
Fyrirspurn til stjórnar varðandi útgjöld foreldra á árshátíðinni. Það kostar inn á árshátíðina, en einnig er til sölu skólablaðið og dvd diskar með leiknum upptökum krakkanna úr skólanum. Stjórn sammála því að einhvers staðar þarf tíundi bekkur að hafa fjáröflun fyrir skólaferðalaginu, en öll innkoma af árshátíðinni og sala skólablaðsins rennur í ferðasjóð þeirra. Stjórn telur ástæðulaust að hrófla við núverandi fyrirkomulagi.
- Gjafir/kaup
Ákveðið að kaupa útileikföng/dót fyrir sundlaugina á Laugalandi, s.s körfuboltaspjald og taflborð. Óskað verður eftir að sveitarfélögin leggi til fjárhæð til móts við foreldrafélagið. Ákveðið að setja í þetta 100 – 150 þúsund krónur. Rán ætlar að hafa samband við Þórhall Svavarsson, yfirmann sundlauganna, fyrir aðalfundi foreldrafélagsins. Jafnframt ákveðið að athuga á aðalfundinum hvort einhver hafi gjafatillögur til stjórnar. Undanfarin ár hefur skólinn komið með ýmsar tillögur að gjöfum frá foreldrafélaginu.
Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og fundi slitið um kl. 22:50.