Stjórnarfundur í Foreldrafélagi Laugalandsskóla 23. september 2015

Stjórnarfundur í Foreldrafélagi Laugalandsskóla

Fundarstaður: Hamarendar                                               Dags.  23.9´15  klukkan 17:00

Mættir eru: Guðrún Lára Sveinsdóttir formaður, Hannes Birgir Hannesson meðstjórnandi, Brynja Jónasardóttir gjaldkeri og Rán Jósepsdóttir ritari. Forföll boðaði Yngvi Karl Jónsson.

Dagskrá fundarins:

  1. Skipun stjórnar: Brynja Jónasardóttir og Yngvi Karl Jónsson hafa setið í tvö ár í stjórn og vilja nú ganga úr stjórn. Rán Jósepsdóttir hefur einnig setið í stjórn s.l. tvö ár, en vill gefa kost á sér áfram. Rætt um hverja væri hægt að hafa samband við fyrir aðalfundinn sem hugsanlega væru til í að koma í stjórn foreldrafélagsins. Guðrún Lára ætlar að undirstinga einhverja fyrir aðalfund Foreldrafélagsins.

 

  1. Innkaup þessa skólaárs: Sigurjón skólastjóri var beðinn um að láta vita ef það væri eitthvað sem skólann vantaði og félagið gæti hugsanlega keypt. Hann stakk upp á hlóðum til að nýta á útikennslusvæðinu. Með þessum hlóðum eru ýmsir aukahlutir s.s. ofnhanskar, ketill, pottur og „skjólveggur“  Þetta kostar u.þ.b. 120 þúsund krónur. Einnig  vantar leikföng í dagsskólann en beðið var um 30-40 þúsund krónur fyrir kaup á nýjum leikföngum. Best er fyrir bókhald félagsins að keypt séu leikföng og komið með reikninginn til gjaldkera sem greiðir um hæl J

Guðrún Lára kom með uppástungu um að kaupa vatnsvél til að nýta fyrir utan 1., 2., 3. og 4. bekkjarstofurnar þar sem vatn í þeim stofum væri vont á bragðið og heitt.  Umræða myndaðist um hvar vélin ætti að vera og þá hvort leggja þurfi nýjar leiðslur í hana til að vatnið yrði betra. Vatnið í nýju skólastofunum er ekki bragðvont, en þar er vatnsvél. Hugsanlega væri hægt að kaupa vatnsbrúsavél. Ef til vill yrði blautt í kringum vélina hjá krökkunum í fyrstu bekkjunum ef þau myndu sulla með vatnið. Höfum þetta á bak við eyrað í bili.

 

  1. Sumardagurinn fyrsti. Umræða um það hvort það eigi að færa þennan dag yfir á miðvikudaginn (síðasta vetrardag) eins og gert hefur verið á Hellu og Hvolsvelli. Rökin fyrir því eru þau að fleiri myndu e.t.v. sækja hátíðina og fólk gæti þá nýtt sumardaginn fyrsta án þess að hann verði sundur slitinn. Einnig er orðið algengt að fermingar séu haldnar á sumardeginum fyrsta. Mótrök eru þau að þetta er sumarhátíð og ætti því að vera á sumardeginum fyrsta eins og verið hefur einnig væri þá jafnvel spurning að leggja þessa hátíð af ef fólk er ekki að gefa sér tíma fyrir hana. Ákveðið var leggja þetta fyrir á aðalfundi Foreldrafélagsins og fá fleiri skoðanir á málinu.

 

  1. Fyrirlestrar vetrarins. Hvaða fyrirlestra á að hafa og hverja ekki? Á yfirleitt að vera með fyrirlestra þar sem þeir eru mjög illa sóttir og virðist engu skipta hvort þeir eru haldnir á Laugalandi, Hellu eða Hvolsvelli í því tilliti. Einnig eru þeir dýrir og spurning hvort peningnum sé betur varið í eitthvað annað fyrir skólann okkar en fyrirlestra sem fáir nýta sér.

Allir stjórnarmenn samt á því að gott sé að halda nytsamleg námskeið.

 

UMFÍ býður upp á námskeið sem nefnist „Verndum þau“ þar sem talað er um ofbeldi gagnvart börnum. Námskeiðið er öllum að kostnaðarlausu. Hugsanlegt er að halda þetta námskeið í samvinnu við skólann og leikskólann. Guðrún Lára ætlar að heyra í Sigurjóni varðandi þetta.

 

Ekki var fleira tekið fyrir á fundinum og fundi slitið kl:18:11.

This entry was posted in Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s