Fundargerð aðalfundar Foreldrafélags Laugalandsskóla 2014
Fundarstaður: Matsalur Laugalandsskóla Dagsetning og tími 07. október 2014 kl. 19.30
Mættir eru allir í stjórn Foreldrafélagsins ásamt 9 öðrum félögum foreldrafélagsins samtals 14 manns.
a) Formaður setti fundinn og bauð fólk velkomið.
b) Hulda Brynjólfsdóttir var kosin fundarstjóri
c) Rán Jósepsdóttir var kosin fundarritari
d) Hulda tók við stjórn fundarins og þakkar traustið í fundarstjórn.
1. Skýrsla formanns Foreldrafélags Laugalandsskóla.
Guðrún Lara fór í gegnum það helsta sem gert hefur verið í foreldrafélaginu á síðasta skólaári: Starfsemi foreldrafélagsins hefur verið með hefðbundunu sniði. Megin tekjur félagsins komu af bingóum og sumardagsins fyrsta hátíðinni. Bingóin og sumardagsins fyrsta hátíðin voru mjög vel sótt. Foreldrafélagið er þakklátt þeim einstaklingum og fyrirtækjum sem gefa vinninga á bingóin.
Gjafir sem gefnar hafa verið á síðastliðunu skólaári eru:
– Borðtennisspaðar og borðtennisboltar
– 8 fótboltar
– 4 körfuboltar
– Perlur fyrir dagskólann
– 2 Ipad spjaldtölvur
Andvirði gjafanna er samtals á þriðja hundrað þúsund.
Guðrún Lára sagði frá fyrirlestri sem var haldinn í nóvember á síðast ári á vegum Heimilis og skóla sem bar yfirskriftina Internetið – jákvæð og örugg notkun barna og unglinga. Þetta var erindi sem Hafþór Barði Birgisson tómstunda-og félagsmálafræðingur hélt.
2. Skýrsla frá skólaráði
Rán Jósepsdóttir fór í gegnum það sem skólaráðið hefur tekið fyrir á síðasta skólaári.
– Farið yfir skólalykilinn og starfsmannahandbókina. Rit um myndirnar sem hanga á veggjum Laugalandsskóla kynnt. Fjárhagsáætlun yfirfarin og samþykkt. Ný valgrein fyri 8., 9. og 10. bekk er leikskólaval. Innra mat skólans kom vel út bæði fyrir nemendur og kennara.
3. Reikningar
Brynja Jónasdóttir lagði fram reikinga félagsins. Félagið á 340.171 kr. í sjóði. Brynja opnaði fyrir umræður.
– Ábending um breytt orðalag það er að nota frekar gjöld umfram hagnað frekar en orðið tap.
– Hulda Meiri-Tungu talaði um að nýta peningana frekar en að geyma þá.
Ekki voru aðrar athugasemdir og voru reikningar samþykktir samhljóða.
4. Breytingar á lögum: Ekkert sem liggur fyrir varðandi breytingar á lögunum.
5. Kosningar
– Guðrún Lára Sveinsdóttir (formaður) og Hannes Birgir Hannesson (meðstjórnandi) mega ganga úr stjórn. Þau gefa bæði kost á sér áfram. Ekki eru aðrir sem hafa gefið kost á sér og voru þau kosin með lófataki.
– Skólaráð. Katrín Sigurðardóttir er fulltrúi í skóaráði og er hún búin að sinna því í tvö ár. Hún getur því hætt, en gefur kost á sér áfram. Enginn annar gefur kost á sér og var Katrín kosin með lófataki.
6. Önnur mál.
a) Brynja Jónasdóttir kemur með tillögu um að hækka gjald í foreldrafélgið um 500 krónur eða í 1000 krónur. Umræða myndaðist um tilgang með hækkuninni. Ýmsar skoðanir komu fram á þessu máli. Ákveðið var eins og stendur í lögum að stjórnin tekur ákvörðun um að hækka gjaldið í foreldrafélagið ef ástæða þykir til. Samkvæmt lögunum (11. grein) á stjórnin að sjá um að taka þessa ákvörðu. Ekki verður gjaldið hækkað að svo stöddu.
b) Kristín Sigfúsdóttir aðstoðararskólastjóri. Þakkar fyrir gjafirnar sem skólinn hefur fengið frá foreldrafélaginu. Hún talaði um það hversu gott þetta væri fyrir nemendur skólans en umfram allt hversu dýrmætt jákvætt viðmót foreldrasamfélagsins væri fyrir skólann.
c) Hulda sagði að nú sem aldrei fyrr er þörf á að foreldrar standi saman um skólann okkar. „Verðandi skóli byggist upp á því hvar verðandi mæður vilja vera“.
d) Tillaga kom um að hressa upp hátíðina á sumardaginn fyrsta með því að fá jafnvel skemmtikraft eða ný atriði eins og t.d. reipitog yfir sundlaugina eða eitthvað til að trekkja unglingana líka að skemmtuninni.
e) Útiaðstaðan. Dregarar komnir fyrir palla og tilbúið til þess að leggja klæðningu á, staurar í girðingu eru komnir. Bjarni Jón vill að það þorni til að hægt sé að jafna og gera tilbúið til að vinnudagur geti orðið þar sem foreldrar koma og hjálpa til við að setja klæðninguna á og jafnvel klára girðinguna. Þetta verður líklega á laugardegi og foreldrafélagið sér líklega um að gefa vinnumönnunum að borða. Bjarni Jón ætlar að vera sjálfur verkstjóri.
f) Fundarfólk var beðið um að koma með uppástungur varðandi fyrilestra á þessu skólári.
Fjármál, Jón Jónsson nær vel til krakkanna og þau vilja koma að sjá hann
Einelti
Jafnréttismál
Blátt áfram
Rætt var hvort sniðugt væri að hafa eitthvað samstarf við foreldrafélagið á Hellu varðandi fræðslu. Þá væri jafnvel hægt að bjóða upp á fleirri fræðsluerindi þar sem kostnaðurinn dreyfist á fleiri.
g) Hulda í Meiri-Tungu lagði til að við hefðum fræðslu sem væri bæði fyrir foreldra og nemendur. Þá gætu foreldrar og nemendur rætt málin þegar heim væri komið og þá virkaði fræðslan dýpra. Margir sammála þessu.
h) Spurning frá Arndísi Arnkötlustöðum varðandi surmardaginn fyrsta. Hver á að sjá um hvað? Hver á að borga hvað? Guðrún svarar því þannig að hún var ekki viss í fyrra um það hvernig þetta ætti að vera enda ekkert til skriflegt um þessi mál.
Arndís benti á að foreldrarnir hefðu skipt kostnaðinum á milli sín. Spurning hvort það sé réttlátt að þegar litlir árgangar eru að foreldrarnir sjái um að greiða fyrir allt á móti því þegar stórir árgangar eru. Tillaga um að gera þurfi skjal um hvað þurfi að kaupa eins og pulsur ofl. Einnig þarf að gera verklagsreglur um annað varðandi þennan dag. Hvaða bekkir gera hvað og hvernig, þannig að allir þurfi ekki að finna upp hjólið eins og verið hefur undan farinn ár. Rætt um að það gæti verið sniðugt að fá tengiliðina í þeim bekkjum sem eiga að sjá um þetta, til að hóa bekknum saman og láta vita hver á að gera hvað. Það er þá í höndum stjórnar að tala við tengiliðina varðandi þetta skipulag ásamt því að útbúa þessi skjöl og halda utan um þau.
i) Rætt um heimasíðuna, að við nýtum okkur að lesa fréttir sem eru settar reglulega inn og skoða myndir. Jákvætt að fá upplýsingar um skólastarfið, nokkrar línur um hvað var um að vera síðustu viku o.s.fr.
Fundi slitið kl. 20:26
Rán Jósepsdóttir ritari
**********************************
Stjórnarfundur hjá Foreldrafélagi Laugalandsskóla 10. júní 2013 haldinn á Tyrfingsstöðum.
Mætt voru Guðrún Lára, Hulda, Hannes Birgir og Steingrímur.
Rætt um skýrslu sem unnin var af nefnd á vegum Rangárþings ytra um hagræðingu við skólarekstur.
Ákveðið að senda eftirfarandi athugasemdir til sveitarstjórnar RY:
Ágæta sveitarstjórn Rangárþings ytra.
Við undirrituð, stjórn Foreldrafélags Laugalandsskóla sendum sveitarstjórn Rangárþings ytra eftirfarandi athugasemd við skýrslu sem unnin var um rekstur grunnskóla í Rangárþingi ytra.
- Svona skýrsla þarf að vera unnin af hlutlausum og óháðum aðilum sem höfundar þessarar skýrslu eru ekki.
- Við skipun nefndarinnar áttu höfundar að stilla upp mismunandi möguleikum en það er ekki gert.
- Nefndinni er ekki ætlað að gera tillögur um breytingar á núverandi fyrirkomulagi í rekstri grunnskólanna en þó er það gert.
- Samkvæmt upplýsingum sem við höfum nota skýrsluhöfundar ekki réttar tölur um rekstur Laugalandsskóla.
- Okkar álit er að skýrslan sé ekki skjal sem mögulegt er að vinna eftir vegna ofantalinna ágalla.
- Athygli vekur að skýrslan er komin á heimasíðu sveitarfélagsins, en ekki fundargerð fræðslunefndar þar sem skýrslan var til kynningar og gerðar voru athugasemdir við hana.
Afrit sent oddvita Á-lista og D-lista, oddvita Ásahrepps og skólastjóra Laugalandsskóla.
Virðingarfyllst
stjórn Foreldrafélags Laugalandsskóla.
Guðrún Lára Sveinsdóttir, formaður
Hannes Birgir Hannesson, meðstjórnandi
Steingrímur Jónsson, gjaldkeri
Hulda Brynjólfsdóttir, ritari
Rætt um að óska eftir fundi, en sveitarstjórn hefur tekið illa í beiðni um það. Taldi þó mögulegt að halda fund með öllum íbúum RY. Ekki útilokað að halda fund með foreldrum við Laugalandsskóla og bjóða þeim að mæta og fara yfir stöðu mála. Ákveðið að bíða aðeins með fundarbeiðni og sjá hvað kemur út úr athugasemdunum.
Athuga að senda smá frétt í Dagskrána um að við séum ekki sátt við skýrsluna, en þögn er ekki sama og samþykki.
Rætt um hvort hægt er að fara í innkaupaferð til að nota fé foreldrafélagsins til gagnlegra innkaupa. Ákveðið að Guðrún og Hulda fari og athugi hvað mætti kaupa sem nýtist nemendum skólans vel.
***********************************
Aðalfundur foreldrafélags Laugalandsskóla.
Haldinn á Laugalandi 24. september 2012.
21 fundarmaður auk stjórnar mættir ásamt stjórn.
1. Formaður setti fund og bauð fólk velkomið.
2. Fundarstjóri kosinn Engilbert Olgeirsson.
3. Fundarritari kosinn Hulda Brynjólfsdóttir.
4. Engilbert steig í pontu og benti á að aðalfundur ætti að vera fyrir 15. september. Taldi hann það mjög knappan tíma og kom ábendingu til nýrrar stjórnar að breyta þessari dagsetningu til að veita meira rými eftir skólabyrjun. Fór hann síðan yfir dagskrá fundarins.
5. Sigurjón Hjaltason formaður las skýrslu stjórnar og fór yfir verkefni síðasta starfsárs. Hún var hefðbundin, við héldum bingó, sumarhátíð og gáfum gjafir til skólans sem voru boltar og keilur í íþróttasalinn á síðasta vetri.
Settir hafa verið saman nokkrir punktar um hvernig staðið skuli að hverjum viðburði, þannig að hver stjórn geti gengið að upplýsingum á einum stað og unnið eftir þeim.
6. Steingrímur fór yfir reikninga félagsins. Kostnaður samtals var 120.420,- og innkoma 255.153,- Hagnaður var því 134.713,- kr. Eigið fé félagsins um síðustu mánaðamót er 340.685,- .
7. Skýrsla fulltrúa í skólaráði.
Sigurjón sagði frá starfi skólaráðs.
a. Fyrsti fundur var að hausti. Þar var skólalykill kynntur, starfsmannahandbókin líka og
farið yfir sjálfsmat skólans. Fjárhagsáætlun var skoðuð og fólst hún mest í umræðum
um sparnað. Þá kom hugmynd um að taka port við skólann til útikennslu og rætt um
aðkomu foreldra og nemenda að því.
b. Annar fundur var í mars og þar voru tvö skóladagatöl kynnt, þar sem ekki var búið að
ákveða hversu langt skólaárið yrði næsta vetur. Athugasemd var gerð um hversu
nálægt göngum og réttum samræmdu prófin væru. Gerð var könnun á kennslu
umsjónarkennara í 6. og 7. bekk eftir athugasemdir foreldra og kom í ljós að
kennarinn var að standa sig vel að mati kennsluráðgjafa. Og að lokum var farið yfir
valfög sem í boði eru við skólann.
8. Skýrslur lagðar fyrir fundinn og opnað fyrir umræður.
Engar umræður urðu og var greitt atkvæði um reikninga og þeir samþykktir samhljóða.
9. Kosningar:
a. Kosið í stjórn foreldrafélagsins, Hulda og Guðrún mega ganga úr stjórn og gefur
Guðrún ekki kost á sér aftur, en Hulda gefur kost á sér til eins árs.
Sigurjón hefur ekki rétt til að vera í stjórn áfram og Yngvi Karl er fluttur úr
sveitarfélaginu. Svanhildur Hall, Guðrún Lára Sveinsdóttir og Hannes Birgir Hannesson
gefa kost á sér til setu í stjórn.
Stungið er upp á að Hulda verði kosin til eins árs, Svanhildur Hall og Hannes Birgir til
tveggja ára en Steingrímur situr áfram til eins árs og klárar sitt tímabil.
Guðrún Lára var kosin formaður (til tveggja ára) með klappi sem og aðrir fulltrúar í
stjórn.
b. Skoðunarmaður reikninga var endurkjörinn Kristján Pálmason.
Skoðunarmenn reikninga mötuneytis verða ekki kjörnir þar sem reikningarnir eru
komnir til skrifstofu Rangárþings Ytra.
c. Kosinn fulltrúi í skólaráð og var Katrín Sigurðardóttir kosin í það embætti með
lófaklappi.
10. Önnur mál.
Kristín Hreins spurði hvort ekki væri eðlilegt að hafa varamenn í stjórn eða skólaráði,
sérstaklega ef menn flytja svona burt úr sveitarfélaginu eins og nú gerðist. Sigurjón sagðist
hafa getað mætt á alla fundi, en hefði getað sent varaformann ef þurft hefði. Spurt var hvort það væri leyfilegt samkvæmt lögum.
Kristín spurði hvort ekki væri nauðsynlegt að fulltrúi í skólaráði væri líka í stjórn
foreldrafélagsins. Það er talið æskilegt í lögum félagsins en ekki skilyrði. Í skólaráði eru sjö
fulltrúar og er einn kosinn úr skólasamfélaginu þó hann sé ekki foreldri. Engilbert taldi eðlilegt að sá fulltrúi væri foreldri og var tekið undir það úr sal. Grétar taldi nauðsynlegt að formaður foreldrafélagsins væri fulltrúi í skólaráði.
Rætt um hvað mætti gera við peningaeign félagsins og hvatt til að nýta þá fyrir nemendur
skólans.
a. Kolbrún skólastjóri kom í pontu og sagði frá óskum skólans um styrk til að endurnýja
gögn í dagskólanum. Konurnar í dagskólanum langar að fá nýja öskju með
kaplakubbum og eitthvað smáræði af bílum. Gæti verið gott fá eitthvað fjárframlag til
að kaupa dót.
Kolbrún ræddi um útisvæði í porti við nýju álmu skólans. En hugmynd hefur vaknað
um að nýta þetta svæði sem kennslusvæði. Eignasýslan hefur samþykkt að setja upp
girðingu og innan þess mætti síðan byggja upp skemmtilegt svæði sem nýtast mætti
til náms. Ein hugmynd er til dæmis að setja þarna upp gróðurhús, matjurtagarð og
gera pall eða helluleggja í samvinnu með valhópunum og ef foreldrar gætu komið að
því á einhvern hátt, en það mun skýrast þegar starfsemi og endanlegar hugmyndir eru
komnar.
Þar sem ekki er talið æskilegt að hefja framkvæmdir fyrr en girðingin er komin, hefur
því verið spáð í að hefja uppbyggingu á útistofu í skógarkjarnanum við gilið hjá
Marteinstungu og byrja á því. Gísli Gíslason í Steinsholti hefur sent skólanum
loftmynd af svæðinu og í samstarfi við leikskólann hefur vaknað sú hugmynd að
heimsækja aðra skóla og skoða hvernig svona svæði eru byggð upp. Útikennsla hefur
sýnt sig sem góð viðbót við kennsluaðferðir og nýtist mörgum nemendum til að átta
sig betur á ýmsu námsefni.
i. spurt var um kostnað og er hann óþekktur.
ii. komin er vísir að örlitlu svæði, þar sem komið er eldstæði og bekkir.
iii. gæta þyrfti þess að ekki verði gengið illa um svæðið á sumrin og að aðstaðan
sé sem mest gestaþolin.
iv. hugmyndunum var fagnað og talið að einmitt svona ætti að nýta peninga
foreldrafélagsins.
v. Engilbert taldi útistofunni betur komið í asparskóginn og væri þá nær portinu
sem yrði útisvæði framtíðarinnar. Sagði hann að rekstraraðilar tjaldsvæðisins
hefðu áhuga á að koma að þessum framkvæmdum. Taldi hann að skemmdir
ættu að verða sem minnstar ef allt gæti verið jarðfast. Til dæmis allir
drumbar og slíkt væri fest í jörðu. Taldi hann mögulegt að byrja framkvæmdir
í portinu þó svo að girðing væri ekki komin.
vi. Talið hægt að gera margt fyrir lítinn pening og ekki þyrfti allt að kosta mikið.
umræður um framkvæmdir, nýtingu og hvað megi gera á útisvæðum.
b. Kolbrún sagði frá upphafi skólastarfsins. Í skólanum eru 69 nemendur og hefur
samkennslan aðeins breyst. Mesta fámennið í árgöngum er á miðstigi, en heldur
stærri árgangar eru nú að koma inn. Á döfinni er að taka í notkun nýja heimasíðu og
verður hún vonandi opnuð á allra næstu dögum, en opnun hennar hefur tafist af
ýmsum ástæðum.
c. Kristín Hreins sagði frá nýrri aðalnámskrá og hvatti foreldrafélagið til að fá einhvern til
að kynna aðalnámskrána fyrir foreldrum, en í henni eru menntamál tekin alveg nýjum
tökum og lögð áhersla á að nemendur átti sig á til hvers verið er að læra og verði
færir í að tileinka sér nám og færa sér þekkingu sína í nyt. Nú er tækifæri til að
endurhanna kennsluaðferðir og fá foreldra til að átta sig á möguleikunum og að þeir
standi ekki fyrir framþróun og framförum.
Kolbrún sagði frá því starfi sem farið hefur af stað í skólanum í kjölfar útgáfu þessarar
aðalnámskrár og lýsti yfir ánægju sinni með undirtektir kennara sinna og starfsfólks.
Taldi hún nauðsynlegt að kynna þetta foreldrum og fagnaði tillögu Kristínar.
Rætt um málið vítt og breitt og hverja mætti fá til að segja frá sínu starfi.
d. Guðrún Óttars þakkaði fyrir sig og hvatti nýja stjórn til góðra verka. Hún spurði síðan
hvernig gengi að taka námfús í notkun og hversu margir væru að nýta sér það af
starfsfólki og foreldrum. Kolbrún svaraði því til að byrjunarhnökrar hefðu takmarkað
notkun starfsfólks, en verið væri að hanna kerfið og það væri í framför. Mentor kostar
mjög mikið og af sparnaðarástæðum hefði verið ákveðið að nota námfús og vonandi
tekst að gera umhverfið meira aðlaðandi og aðgengilegra og fá fleiri til að nota það. Í
ljós kom að fimm viðstaddra notuðu námfús og spurði Guðrún hvort ætti að velta
fyrir sér öðrum möguleikum á samskiptum við foreldra. Velt var upp spurningunni um
hversu margir vilja nota þessar síður. Mætti ef til vill nota formið sem notað er í
yngstu deildinni yfir allan skólann. Þar er sendur vikupóstur um hvað er að gerast í
skólanum og síðan er tölvupóstur sendur ef eitthvað er sérstakt um að vera.
e. Guðrún Lára Sveinsdóttir sagði að á heimasíðu skólans væri hægt að opna allar
persónulegar upplýsingar um nemendur og fjölskyldur og tölvupóst ásamt fleiru. Í
öðrum skólum væru þessar upplýsingar ekki aðgengilegar á netinu. Þessar
upplýsingar ættu ekki að vera á heimasíðu skólans. Kolbrún hafði fengið ábendingu
um þetta og brugðist við því með að láta kerfisstjórann taka kennitölur út ásamt
öðrum persónulegum upplýsingum út af heimasíðunni.
f. Inga Mæja ræddi um skólann og sagði sér mikilvægt að hafa börnin í sveitaskóla.
Sagði hún marga nemendur vera í skólanum sem væru ekki í sveit. Í Varmahlíðarskóla
sem hún þekkir til eru nemendur sendir eina viku til að vinna á sveitabæ og vildi
koma á framfæri tillögu um að skólinn tæki slíkan möguleika til athugunar. Engilbert
sagði frá tilhögun um starfskynningu 10. bekkjar og að allir nemendur færu eitthvað í
burtu, en enginn liti sér nær. Inga vildi að þetta væri skylda og að allir færu á
sveitabæ.
g. Hvatt var til að endurskoða heimsóknir að Reykjum og að foreldrar hefðu örugglega
áhuga á að koma að fjármögnun slíkrar ferðar. Hefði mátt ræða þessa breytingu við
foreldra.
h. Lea sagði frá því að nýir íbúar sveitarfélagsins viti nokkuð lítið um hefðir og venjur
sem skapast hafi við skólann og hvatti til að á nýrri heimasíðu verði sagt frá meiru en
minna í sambandi við allt sem er um að vera í skólanum.
i. Kristján vildi láta athuga hvort hægt væri að hafa jólaballið að kvöldi til, þá hefðu fleiri
foreldrar möguleika á að mæta.
j. Hulda spurði um gönguleiðir í kringum skólasvæðið og hvort til væru kort af
gönguleiðum í kringum skólann. Engilbert sagði frá einni gönguleið sem hefði verið
stikuð fyrir nokkru og eins væri hægt að ganga Marteinstunguhringinn, en allar
kortlagningar gönguleiða eru háðar leyfi landeigenda.
Ábendingar til stjórnar:
k. hafa fundinn seinna á haustin
l. taka út lögin um skoðunarmann reikninga.
m. senda fundarboð fyrr út með óskum um ábendingar um fulltrúa í trúnaðarstörf og
hugmyndum að lagabreytingum.
n. athugasemd um varamenn í stjórn.
o. koma þarf peningunum í nýtingu
p. ný aðalnámskrá er með grundvallarbreytingum og gæti verið gott að kynna þær
breytingar fyrir foreldrum og fá einhvern til þess
11. Fráfarandi formaður sleit fundi og þakkaði samstarsfólki og foreldrum fyrir skemmtilegt samstarf á liðnu ári.