Lög félagsins

Lög Foreldrafélags Laugalandsskóla                               

 1. gr.
  Félagið heiti Foreldrafélag Laugalandsskóla. Heimili þess og varnarþing er Laugalandsskóli í Rangárþingi ytra. Félagar þess eru allir foreldrar eða aðrir forráðamenn nemenda í Laugalandsskóla.
 2. gr.
  Markmið félagsins er að :
  ● vera samstarfsvettvangur foreldra sem eiga börn í skólanum
  ● stuðla að velferð nemenda
  ● efla tengsl heimila og skóla og tryggja gott samstarf foreldra og starfsfólks skólans
  ● koma á framfæri sjónarmiðum foreldra varðandi skóla- og uppeldismál
  ● styðja skólastarfið s.s. varðandi félagsmál eftir þörfum skólans (nemenda)
  ● standa vörð um réttindi barna til mennta og aukins þroska
  ● hvetja til aukins stuðnings og hvatningar foreldra/forráðamanna við börn sín og nám þeirra
  ● vera bakhjarl skólans og auka áhrif foreldra/forráðamanna sem hagsmunahóps um bættan hag og stöðu skólans
 3. gr.
  Til að ná ofangreindum markmiðum hyggst félagið:
  ● starfa eftir þeim ákvæðum laga og reglugerða sem Alþingi og menntamálaráðuneytið setur um grunnskóla
  ● standa fyrir fræðslu og upplýsingamiðlun til foreldra t.d. með fræðslufundum, útgáfu fréttabréfs og/eða halda úti heimasíðu foreldrafélagsins
  ● styðja eftir megni félags- og tómstundastarf nemenda
  ● veita skólayfirvöldum lið svo að aðstæður til náms og félagslegra starfa verði sem bestar
  ● skipuleggja og halda utan um starf bekkjarfulltrúa í hverjum bekk
  ● taka þátt í samstarfi við önnur foreldrafélög, svæðisráð og landssamtök foreldra  
 1. gr.
  Stjórn félagsins skal skipuð fimm foreldum/forráðamönnum. Skal einn stjórnarmaður jafnframt vera í skólaráði. Stjórnarmenn skulu kosnir á aðalfundi til tveggja ára í senn, þrír stjórnarmenn annað árið og tveir hitt. Kynjahlutföll skulu vera sem jöfnust. Formaður skal kosinn sérstaklega, að öðru leyti skiptir stjórnin með sér verkum. Auk formanns skal stjórnin skipuð varaformanni, ritara, gjaldkera og einum meðstjórnanda. Aldrei skulu fleiri en þrír ganga úr stjórn í einu. Falli atkvæði jöfn ræður hlutkesti. Á stjórnarfundi ræður meirihluti atkvæða niðurstöðu mála. Dagleg umsjón félagsins annast formaður.
 2. gr.
  Fulltrúar foreldra í stjórn kjósa einn úr sínum hópi til setu á fræðslunefndarfundum með málfrelsi og tillögurétt. Er viðkomandi bundinn þagnarskyldu um allt sem varðar einkamál nemenda.
 3. gr.
  Skólaráð starfar samkvæmt 8. grein grunnskólalaga og skal kjósa tvö foreldri/forráðamenn nemenda við skólann til tveggja ára í senn á aðalfundi foreldrafélagsins.
 4. gr.
  Aðalfundur félagsins skal haldinn eigi síðar en 15. október ár hvert og skal stjórn boða hann með a.m.k viku fyrirvara. Fundurinn er löglegur ef löglega er til hans boðað.
  Dagskrá aðalfundar er:
  1. Kosinn fundarstjóri
  2. Kosinn fundarritari
  3. Skýrsla stjórnar
  4. Skýrsla fulltrúa foreldra í skólaráði
  5. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins
  6. Lagabreytingar
  7. Kosning formanns foreldrafélags og annarra stjórnarmanna auk tveggja varamanna
  8. Kosning fulltrúa í skólaráð skv. 8. gr. grunnskólalaga, einn á hverju ári
  9. Kosinn skoðandi félagsins
  10. Önnur mál

Á aðalfundi ræður einfaldur meirihluti niðurstöðu mála. Aðeins löglegir félagar eru atkvæðisbærir á aðalfundi. Stjórn skal á aðalfundi gera tillögur um fulltrúa í stjórnarkjör með samþykki aðila og óska eftir fleiri tillögum. Kosningar skulu vera leynilegar sé þess óskað.

 1. gr.
  Stjórn foreldrafélagsins skal ekki sinna klögumálum eða hafa afskipti af vandamálum er upp kunna að koma á milli einstakra foreldra og starfsmanna skólans .

     9 gr.
Félagsgjöld skulu ákveðin af stjórn, eitt gjald fyrir hvert heimili og sér gjaldkeri um innheimtu.

 1. gr.
  Ákvörðun um slit félagsins verður tekin með einföldum meirihluta á stjórnarfundi og renna þá eignir þess til nemendafélags skólans.
 2. gr.
  Lagabreytingar má aðeins gera á aðalfundi og ræður einfaldur meirihluti niðurstöðunni. Tillögur að lagabreytingum skulu sendar út með fundarboði. Vilji félagsmenn setja fram breytingartillögur sendist þær skriflega til stjórnar eigi síðar en 1. október. Lög þessi ganga í gildi þegar í stað enda falla eldri lög félagsins þá úr gildi.