Aðalfundur Foreldrafélags Laugalandsskóla

Aðalfundur Foreldrafélags Laugalandsskóla 

Fundarstaður: Matsalur skólans.         Dagsetning og tími: 12. október 2016 kl. 20:00.

Dagskrá fundarins:

 1. Kosinn fundarstjóri
  • Guðrún Lára Sveinsdóttir
 2. Kosinn fundarritari
  • Rán Jósepsdóttir
 3. Skýrsla stjórnar
  • Guðrún Lára Sveinsdóttir formaður sagði frá því sem foreldrafélagið hefur verið að gera á skólaárinu. Jólabingó, Páskabingó, sumardagurinn fyrsti. Þessir viðburðir gengu vel fyrir sig og voru vel sóttir.
  • Í ár var enginn fyrirlestur haldinn á vegum Foreldrafelagsins eins og undanfarin ár. Er það vegna þess að fyrirlestrar hafa verið afar illa sóttir árin á undan og því ákveðið að hvíla eitt ár. Stefnt er að því að halda fyrirlestur á núverandi skólaári.
  • Foreldrafélagið gaf skólanum á síðasta skólaári hlóðaeldhús fyrir útikennsluna ásamt hljóðnemum, mixer og tveimur úgulele.
 4. Skýrsla fulltrúa í skólaráði
  • Rán Jósepsdóttir flutti skýrslu skólaráðs skólárið 2015-2016. Rætt var um það sem tekið var fyrir á síðasta skólaári hjá skólaráðinu.
 5. Lagðir fram endurskoðaðir reikingar félagsins
 • Ábending kom á fundinum til gjaldkera að draga skiptimyntina frá tekjum verkefna, í stað þess að vera með hana til gjalda. Það myndi gefa skýrari mynd.
 • 000 krónur tekjur bárust vegna árgjalds til  félagsins á síðasta skólaári. Umræða um það hversu mörg heimili greiða til félagsins. Þar sem gjaldkeri félagsins gat ekki verið á fundinum vorum við ekki með svör við þessari spurningu en gera má ráð fyrir því að að þau séu í kringum 40.
 • Reikningarnir voru samþykktir af öllum fundarmönnum.
 1. Lagabreytingar
 • Kynnt voru lög og lagabreytingar,ásamt rökum stjórnar fyrir breytingu á lögunum. Breytingatillögur voru varðandi 4. 5.7. og 11. grein eins og fram kom í fundarboðinu.

Umræða um breytingu á 4. grein.

 • Fundarfólki finnst að breyta ætti orðalaginu „ Æskilegt er að einn stjórnarmaður sé í skólaráðinu“ yfir í  „skal einn stjórnarmaður jafnframt vera í skólaráði“
 • Varafulltúrar í skólráði voru kosnir: Kristín Ósk Ómarsdóttir og Arndís Fannberg.
 • Láta þarf Katrínu Sigurðardóttur vita um að hún þurfi að kalla í varamann, ef hún getur ekki mætt á skólaráðsfund. Rán sér um það.
 • Fundurinn fór jafnframt fram á breytingu á orðalagi í lok 4. greinar, í stað: „Daglega umsjón félagsins annast gjaldkeri.” verður „ Dagleg umsjón félagsins annast formaður“. Þá var ákveðið að fella út úr lögunum textann „Firmaritun félagsins er í höndum gjaldkera“.

 

Umræða um breytingu á 5. grein.

 • Gott væri að skólastjórnendur myndu láta foreldrafélagið vita hverjir eru bekkjartenglar hverju sinni að hausti.
 • Umræða um hlutverk bekkjartengla e.t.v. væri hægt að setja þær upplýsingar inn á heimasíðu skólans.
 • Umræða um það hvort bekkjarkvöld sem tengiliðirnir halda séu e.t.v. orðin úrelt, þar sem mikið er að gera hjá öllum börnum og því e.t.v. óþarfi að bæta á það.

 

Umræða um breytingur á 7. grein.

 • Hefð komin á að bekkjartenglarnir starfi með foreldrafélaginu í stærri verkefnum og óþarfi að tíunda það í þessari grein.

Engin umræða var um breytingu á  11. grein

Fundurinn samþykkir einróma áður auglýstar breytingar á þessum greinum í lögum félagsins.

 

 1. Kosning formanns foreldrafélagsins og annarra stjórnarmanna
  • Nú ganga úr stjórn Guðrún Lára Sveinsdóttir og Hannes Birgir Hannesson og þökkum við þeim með lófataki fyrir góð störf í Foreldrafélaginu undanfarin ár.
 • Kristín Ósk Ómarsdóttir gjaldkeri gefur kost á sér í formannssætið og er hún ein sem býður sig fram í það sæti. Hún var kjörin með lófataki.
 • Åsa Ljungberg og Markús Óskarsson eru kosin í stjórn og er þau boðin velkomin í stjórn Foreldrafélagsins með lófataki.
 • Varamenn í foreldrafélaginu eru áfram Borgþór Helgason og Lea Helga Ólafsdóttir.
 1. Kosning fulltrúa í skólráðið
 • Katrín Sigurðardóttir gefur kost á sér til áframhaldandi setu í skólaráði.
 • Varamenn í skólráði eru Arndís Fannberg og Krisítn Ósk Ómarsdóttir.
 1. Kosinn skoðunarmaður reikninga.
 • Kristján Pálmason hefur farið yfir reikningana undanfarin ár og gerum við ráð fyrir að hann sinni því áfram þó hann sé ekki á fundinum.

 

 1. Önnur mál – orðið laust:

 

Gjafir til skólans

 • Stjórn hefur ákveðið að leggja 150.000 þúsund krónur til kaupa á leiktækjum í sundlaugina að Laugalandi. Þórhallur Svavarsson umsjónamaður sundlauganna hefur einnig gefið vilyrði fyrir að leggja í sama málefni 150.000 krónur.
 • Tillögur fundarins um kaup á leiktækjum fyrir sundlaugina að Laugalandi:
  • Skólahreyst braut
  • Lítil rennibraut fyrir unga krakka.
  • Körfuboltahring í sundlaugina.
  • Taflborð í sundlaugina.
  • Klifurvegg eða fljótandi klifurvegg.
 • Nýsköpunarstefna í gjöfum. Fundurinn er sammála um að nýta eigi peninga foreldrafélagsins til að kaupa eitthvað sem nýtist til nýsköpunar ef möguleiki er á því. Kaupa eitthvað sem er umfram það sem má ætla að sé á fjárhagsáætlun.
 • Gott væri í framtíðinni að fá tillögur frá skóla/kennurum á þeim nótum að gjafirnar séu hugsaðar til nýsköpunar. Að foreldrafélagið sé ekki að gefa gjafir sem eðlilegt geti talist að sveitafélögin greiði fyrir.
 • t.v. væri hægt að auglýsa eftir hugmyndum innan foreldrasamfélagsins og í því sambandi væri gott ef formaður foreldrafélagsins hefði aðgang að mentor til að geta haft samband við foreldra sem og til að senda tilkynningar um foreldrafundi. Einnig væri hægt að stofna facebookar-grúbbu með öllum foreldrum/forráðamönnum nemenda í Laugalandsskóla. Nýjum formanni foreldrafélagsins er falið að skoða þetta og framkvæma.

Foreldrakönnun

 • Umræða á fundinum um foreldrakannanir á vegum skólans. Þar gæti foreldrum gefist kostur á að segja skoðun sína á skólahaldi og skólamálum. Rán ætlar að taka þetta upp á næsta skólaráðsfundi.

 

Útikennsluaðstaðan

 • Lítið hefur gerst í útikennsluaðstöðunni undanfarið ár.
 • Nýrri stjórn er falið að athuga með gang mála við útikennsluaðstöðuna og mun Rán taka þetta upp á næsta skólaráðsfundi.

 

Sparkvöllur/Battavöllur.

 • Búið að senda fyrirspurn á sveitafélögin varðandi að endurnýja gervigras á
 • Ásahreppur er tilbúinn að koma strax að þessu verkefni.
 • Rangárþing ytra hefur ekki gefið Foreldrafélaginu svar við ýtrekaðri fyrirspurn um þetta mál.
 • Nýrri stjórn er falið að ýta enn og aftur á Rangárþing ytra og mun formaður gera það.

Mötuneytismál: 

 • Rætt um að börn í Grunnskólanum á Hellu hafi aðgang að ávöxtum eða grænmeti fyrir hádegi. Foreldrar á fundinum vilja gjarnan að slíkt fyrirkomulag verði tekið upp í Laugalandsskóla.
 • Í mötuneyti Laugalandsskóla eru greiddar kr. 7.345 kr. á mánuði miðað við fimm daga í viku. En á Hellu er mötuneyti fjóra daga í viku og kostar 5.877 kr.
 • Á Laugalandi er rukkað fyrir ávexti kr. 709 kr á mánuði fyrir börn í 1.-4. bekk. Þetta gjald á að taka af núna í október.
 • Fundurinn ályktar varðandi þetta:

Ályktun Aðalfundar foreldrafélagsins til skólastjóra Laugalandsskóla:

Aðalfundur foreldrafélags Laugalandsskóla, haldinn á Laugalandi 12. október 2016, fer fram á að ávextir og/eða grænmeti verði á boðstólnum fyrir hádegi fyrir börn í Laugalandsskóla líkt og er í Grunnskólanum á Hellu“.

 

 • Stjórn Byggðasamlagsins Odda, sem rekur skólanna, hefur ákveðið að ávaxtagjald verði lagt niður í Laugalandsskóla og samræma beri þessi ávaxtamál í báðum skólum frá og með 1. október sl. Í fundargerð 6. fundar byggðsamlagsins frá 26. september sl., lið 2.3 um gjaldskrármál segir:

„Gjaldskrármál.
Gjaldskrá Odda er samræmd fyrir skólana. Tíðkast hefur að foreldrar greiði fyrir ávaxtahressingu fyrir hádegi á Laugalandi en ekki á Hellu. Tillaga um að þetta verði samræmt að fullu og ekki tekið gjald fyrir heldur sé þetta innifalið í mötuneytisgjaldi frá og með 1. október.“

 

 • Fram kom á fundinum að að gott væri að spyrja um þessi mál í foreldrakönnun (ef lögð yrði fyrir foreldra/forráðamenn) á vegum skólans.

Ritföng og bækur:

 • Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eiga öll börn rétt á grunnmenntun án endurgjalds. Í 28. grein Barnasáttmálans lið a) segir: Aðildarríki viðurkenna rétt barns til menntunar og skulu þau, til þess að réttur þessi nái fram að ganga stig af stigi og þannig að allir njóti sömu tækifæra, einkum:
  a) Koma á skyldu til grunnmenntunar sem allir geti notið ókeypis. 
 • Fundurinn ályktar varðandi þetta:

Ályktun Aðalfundar Foreldrafélagsins til Byggðarsamlags Odda:

„Aðalfundur Foreldrafélags Laugalandsskóla, haldinn á Laugalandi 12. október 2016, skorar á Byggðasamlagið Odda að skólarnir sjái um að kaupa ritföng fyrir nemendur. Gjald vegna þessa yrði svo innheimt af Odda bs., samhliða annari innheimtu til foreldra.

 

Fram kom í umræðum um þennan lið að skólarnir myndu fá ritföng á betra verði, nýting yrði betri og þetta fyrirkomulag myndi koma í veg fyrir mismunun.

Upplýsingar á heimasíðu skólans:

 • Umræða um að gott væri að helstu upplýsingar um viðburði í skólans væru settar á heimasíðu skólans. Dæmi um upplýsingar sem gott væri að hafa á heimasíðunni: jóla-/páskabingó, tengiliði bekkja, hlutverk tengiliða bekkja, sumardagurinn fyrsti, hverjir sjá um þessa viðburði, klukkan hvað þeir eru og hvort það kosti inn á þá.

 

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og fundi slitið 22:17.

Rán Jósepsdóttir, fundarritari.

This entry was posted in Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s