Fundargerð stjórnarfundar Foreldrafélags Laugalandsskóla 27. mars 2017

Fundargerð stjórnarfundar Foreldrafélags Laugalandsskóla

Fundarstaður: Sjónarhóll                                           Dagsetning og tími: 27. mars 2017 kl. 20:30.

Mætt voru: Markús Óskarsson, Erlendur Ingvarsson, Kristín Ósk Ómarsdóttir, Åsa Ljungberg og Rán Jósepsdóttir.

 

Dagskrá fundarins:

  1. Páskabingó
  • Verður haldið föstudaginn 7. apríl kl. 19:30.
  • Búið er að auglýsa bingóið í Stafnum, einnig verður send auglýsing úr Mentor.
  • Verð á hverju bingóspjaldi er 400 krónur.
  • Umræða um að gefa öllum börnum sem ekki hafa fengið vinning lítið páskaegg í lokin með málshætti.
  1. Vorhátíð
  • Verður haldin síðasta vetrardag þann 19. apríl og hefst kl. 17:00.
  • Með svipuðu sniði og í fyrra.
  • Pulsur, leikir og diskó í sundlauginni og e.t.v. reipitog yfir sundlaugina.
  • Foreldrar barna i 6. bekk sjá um leiki (kaupa kókósbollur).
  • Foreldrar barna í 4. bekk sjá um pulsurnar (ca 200 pulsur + meðlæti + brauð + djús). Koma með grill.
  1. Leiktæki fyrir sundlaugina að Laugalandi
  • Foreldrafélagið ætlar að gefa 150 þúsund krónur í leiktæki í sundlaugina fyrir börn, Þórhallur Svavarsson umsjónamaður sundlauganna í RY er búinn að gefa vilyrði fyrir sömu upphæð.
  • Erum með bækling frá Þórhalli með nokkrum korkleiktækjum.
  • Ákveðið að fá upplýsingar hjá Þórhalli varðandi körfuboltaspjald og skákborð í laugina, hvar þetta var keypt fyrir sundlaugina á Hellu og verð. Markús ætlar að ræða þetta við Þórhall.
  • Afganginn af upphæðinni sem til ráðstöfunar er, er áætlað að kaupa eitthvað flot-korkdót.
  • Væri gaman að tilkynna gjöfina á páskabingóinu 7. apríl og á Vorhátíðinni 19. apríl, þó svo við verðum ekki komin með hana í hendur.
  1. Annað

 

Dagskólinn

  • Gefa aftur 30.000 kr. til að kaupa leikföng fyrir dagskólann næsta haust.

 

Útikennsluaðstaðan

  • Áhugi er fyrir því að halda áfram með útikennsluaðstöðuna í foreldrasamfélaginu. Bjarni Jón segir að það vanti  drifkraft frá Laugalandsskóla um að halda verkinu áfram. Rán ætlar að taka þetta aftur upp á næsta fundi skólaráðs. Einnig ætlar Kristín Ósk að hafa samband við Sigurjón skólastjóra varðandi áhuga í foreldrasamfélags um áframhald á vinnu við útikennsluaðstöðuna þar með talið uppsetningu á gróðurhúsinu sem löngu er búið að kaupa.

Umræða um vináttuverkefni sem er hafið í leikskólanum

  • Umræða um hvort það væri ekki sniðugt að halda þessu verkefni áfram upp í grunnskólann því efnið er hugsað upp í fjórða bekk. Bæring kennari fór á þetta námskeið í vetur.
  • t.v. væri gott að bera þetta undir á aðalfund foreldrafélagsins næsta haust og fá Bæring til að vera með kynningu á efninu fyrir foreldra og forráðamenn.
  • Foreldrafélagið er jákvætt fyrir því að styrkja þetta verkefni.

 

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og fundi slitið kl. 22:20,

Rán Jósepsdóttir fundarritari.

 

This entry was posted in Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s